Fréttir

07.07.2017

Vilja koma upp kennslumiðstöð með áherslu á landgræðslu og skógrækt

Töfrastaðir, umhverfisfræðslumiðstöð í Ölfusi

Töfrastaðir eru fé­lags­skap­ur sem fékk út­hlutað átta hekt­ara landi við Þor­láks­höfn fyr­ir verk­efnið Sand­ar suðurs­ins. Verk­efn­inu er ætlað að tengja fólk nátt­úr­unni og stuðla að auk­inni um­hverfis­vit­und. Haldn­ar verða fræðslu­hátíðir, viðburðir og svæðið hannað til að kenna gest­um á meðan þeir njóta um­hverf­is­ins. Á kennslu­svæðum verður hægt að fræðast um fjöl­breytt­ar aðferðir við rækt­un.

Draumur þeirra sem að Töfrastöðum standa er að kenna grunn­skóla­börn­um um­hverfis­vit­und og koma upp kennslumiðstöð um um­hverf­is­mál þar sem lögð verði áhersla á land­græðslu og skóg­rækt. Fjallað er um málið á vefmiðli Morgunblaðsins, mbl.is og er umfjöllunin á þessa leið:

Mörður Gunn­ars­son Ottesen, talsmaður Töfrastaða, seg­ir að á svæðinu eigi gest­ir að geta gengið um og lært af um­hverf­inu með skipu­lögðum hætti. „Töfrastaðir er hóp­ur fólks sem hef­ur áhuga á sam­fé­lags­upp­bygg­ingu, vist­rækt og end­ur­vinnslu þess sem sam­fé­lagið læt­ur frá sér. Við vor­um áður á Torfa­stöðum þar sem Býli and­ans starfar og rek­ur þar svita­hof. Verk­efnið nú er að koma að sam­fé­lags­mynd­un og kennslu í vist­rækt sem er hönn­un­araðferð þar sem hannað er í takt við nátt­úr­una,“ seg­ir Mörður og bæt­ir við að Töfrastaðir vilji ekki dvelja í gagn­rýni á ástand um­hverf­is­mála held­ur vinna í lausn­um.

Land að láni í tvö ár

Allt starf Töfrastaða er unnið af sjálf­boðaliðum sem flest­ir eru er­lend­ir. „Ölfus styrk­ir okk­ur með því að lána okk­ur landið. Það fyr­ir­komu­lag er til reynslu í tvö ár. Við höf­um einnig fengið af­not af fjór­um kennslu­stof­um hjá sveit­ar­fé­lag­inu. Ölfus er að þró­ast í um­hverf­i­s­vænt sveit­ar­fé­lag sem rek­ur meðal ann­ars græn­fána leik­skóla og skóla,“ seg­ir Mörður og bæt­ir við draum­ur­inn sé að kenna grunn­skóla­börn­um um­hverfis­vit­und og koma upp kennslumiðstöð um um­hverf­is­mál þar sem lögð verði áhersla á land­græðslu og skóg­rækt.

Erfitt er að fá ís­lenska sjálf­boðaliða til starfa að sögn Marðar. Um 200 manns komi að verk­efn­inu og af þeim séu um 20 virk­ir.

„Um­hverfis­vit­und á Íslandi er ekki næg og lít­il þekk­ing á vist­rækt. Það út­skýr­ir að ein­hverju leyti að 80% af sjálf­boðaliðunum eru af er­lendu bergi brotn­ir. Inn­flytj­end­ur vilja gera eitt­hvað fyr­ir um­hverfið, það telst heil­brigð skyn­semi í flest­um hlut­um heims.“

Góðgerðarmaður rík­is­ins

Áhugi Marðar á vist­rækt kviknaði í bar­áttu hans við erfið veik­indi.

„Ég náði betri heilsu með at­hafnakakói, breyttu mataræði og and­legri vinnu. Ég hitti fólk í hippalíki sem hjálpaði mér, fólk með fræðileg­an grunn sem klæðir sig eins og hipp­ar. Ég var mikið kval­inn og tók þá ákvörðun að ef þess­ar kval­ir sem ég leið hefðu ein­hvern til­gang þyrfti ég að gera gagn í heim­in­um. Ég er ör­yrki og get ekki unnið hefðbundna vinnu en ég get gert gagn þegar kem­ur að því að upp­lýsa fólk um vist­ræna lífs­hætti. Ég get því kallað mig rík­is­styrkt­an góðgerðarmann,“ seg­ir Mörður bros­andi.

Töfrastaðir eru með viðburði og nám­skeið í allt sum­ar. Mörður seg­ir að nám­skeiði í gerð útield­húsa og kraf­teld­stæða sé ný­lokið og 11 daga grunn­nám­skeið í vist­rækt hefj­ist á morg­un, þann 7. júlí.

Nor­ræna vist­rækt­ar­hátíðin

Nor­ræn vist­rækt­ar­hátíð verður hald­in á landi Töfrastaða 20. til 23. júlí. „Þetta er sjö­unda hátíðin og í fyrsta skiptið sem hún er hald­in á Íslandi. Fjöl­marg­ir fyr­ir­lestr­ar verða í boði gesta á hátíðinni. Allt frá því að tala við plönt­urn­ar til fræðilegr­ar um­fjöll­un­ar. Það mynd­ast mik­ill sam­hug­ur meðal þátt­tak­enda sem eru að vinna að um­hverf­is­mál­um og það er þessi teng­ing jafn­ingja sem er svo mik­il­væg. Jafn­ing­ar eru í raun þeir sem eru að byrja og þeir sem eru bún­ir að upp­lifa margt. Hvor­ir­tveggju eru komn­ir til þess að upp­lifa eitt­hvað nýtt og deila því sem þeir kunna,“ seg­ir Mörður sem vill benda á að for­skrán­ingu á hátíðina lýk­ur 10. júlí. Verði sé haldið í lág­marki og mat­ur innifal­inn alla dag­ana.

Í einni vinnu­stof­unni verður kennt að búa til vill­isoð og kjötsoð. Sjálf­boðaliðar sjái svo um að ganga á milli gesta og bjóða þeim soðið á meðan á hátíðinni stend­ur.

Sápu­kúlu­ein­angr­un

„Það verða marg­ir áhuga­verðir fyr­ir­lestr­ar og kennsla í boði. Kennsla í að búa til me­tangas úr jarðgerð eða skít og kola­gerð sem dæmi. Nytjag­arðar fyr­ir tré verða kynnt­ir og vinnu­stof­ur um hvernig á að tengj­ast um­hverf­inu og nátt­úr­unni og læra að upp­lifa hana. Hald­inn verður fyr­ir­lest­ur um sápu­kúlu­bygg­ingu þar sem sápu­kúl­ur er notaðar til ein­angr­un­ar. Þar er sápu­kúlu­vél tengd sólarraf­hlöðu. Þetta er til­raun í Póllandi þar sem sápu­kúl­urn­ar ein­angra gróður­hús,“ seg­ir Mörður og bæt­ir við að kynn­ing verði á nytja­jurt­um sem finn­ast á svæðinu og kynn­ing á ís­lenskri vist­rækt. Þetta er ein­ung­is brot af því sem boðið verður upp á seg­ir Mörður.

Kakó­hug­leiðsla á Gaukn­um

Eft­ir að Nor­rænu vist­rækt­ar­hátíðinni lýk­ur tek­ur við næsta verk­efni. „Við verðum með nám­skeið fyr­ir verðandi kenn­ara í vist­fræði. Þrír kenn­ar­ar eru á Íslandi með nægj­an­lega djúpa þekk­ingu á vist­rækt til að kenna hana en eft­ir nám­skeiðin mun­um við hafa kenn­ara með mis­mun­andi áhersl­ur og bak­grunn.“

Töfrastaðir ætla að kynna Sanda suðurs­ins á Gauk á Stöng næst­kom­andi laug­ar­dag.

„Kynn­ing­in verður að degi til og kakó­hug­leiðsla í kjöl­farið. Um kvöldið verða svo tón­leik­ar á Gaukn­um,“ seg­ir Mörður full­ur til­hlökk­un­ar.

  • Umfjöllunin á vefnum mbl.isbanner3