Fréttir

22.03.2017

Fámennt á starfstöðvum Skógræktarinnar fimmtudag og föstudag

Starfsfólk sækir Fagráðstefnu skógræktar í Hörpu

  • Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá heldur Fagráðstefnu skógræktar að þessu sinni á fimmtíu ára afmælisári sínu. Yfirskriftin er: „Með þekkingu ræktum við skóg“. Myndin er af nýskógrækt á Eyrarlandshálsi við Akureyri.

Starfstöðvar Skógræktarinnar sem eru á tólf stöðum vítt og breitt um landið verða meira og minna lokaðar á fimmtudag og föstudag, 23. og 24. mars, vegna Fag­ráðstefnu skógræktar sem fram fer í Hörpu í Reykjavík.

Starfsemi verður þó á starfstöðvum skógar­varðanna þótt eitthvað verði færra þar en venjulega þessa daga.

Ef fólk þarf nauðsynlega að ná sambandi við einhverja starfsmenn stofnunarinnar á þessum tíma má finna símanúmer og netföng á starfsmannalistanum. Einnig má hafa samband við kynningarstjórann, Pétur Halldórsson, í síma 663 1842 eða í netfanginu petur@skogur.is.

Texti og mynd: Pétur Halldórsson
banner5