Fréttir

10.03.2017

Afrakstur Háfjallakvölds FÍ til Vina Þórsmerkur

Heimsfrægt fjallafólk í Hörpu á sunnudagskvöld

Heimsfrægir fjallgöngugarpar verða gestir á sérstöku Háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands sem haldið verður í Hörpu í Reykjavík sunnudagskvöldið 12. mars. Tilefnið er 90 ára afmæli FÍ á árinu. Miðaverðið er 1.000 krónur og allur ágóði rennur til göngustíga­gerðar á vegum Vina Þórsmerkur.

Stjörnur kvöldsins eru tveir af þekktustu fjallagörpum veraldar, þau Gerlinde Kaltenbrunner sem var fyrsta konan til að klífa alla 14 hæstu tinda veraldar án viðbótarsúrefnis og Peter Habeler sem var annar tveggja sem fyrstir klifu Everest, hæsta fjall heims, án viðbótar­súrefnis.

Fyrirlestur Gerlinde heitir Passion 8000 - Dream of a Lifetime og fyrirlestur Peters heitir Passion to Climb.

Auk þeirra Gerlinde og Peters munu Ólafur Már Björnsson og Tómas Guðbjartsson, læknar og forsprakkar Félags íslenskra fjallalækna sýna myndir og segja frá nokkrum íslenskum náttúruperlum. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands setur fundinn og Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, slítur honum. Fundarstjórn er í höndum Sigrúnar Valbergsdóttur og Hugrúnar Halldórsdóttur.

Háfjallakvöldið fer fram í Eldborgarsal Hörpu og hefst stundvíslega kl. 20. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og rennur allur ágóði til Vina Þórsmerkur sem nýta féð til göngustígagerðar í samvinnu við Skógræktina. Hér er hægt að kaupa miða.

Nánari upplýsingar um fundinn og framsögufólkið er að finna á vef Ferðafélags Íslands:

Þórsmörk Af Þórsmörk. Stígamannvirki unnin úr íslensku skógarefni. Mynd: Hreinn Óskarsson.

banner1