Fréttir

06.03.2017

Drög að frumvarpi um skógrækt til umsagnar

Frestur til að skila umsögnum rennur út 19. mars

  • Börkurinn á lerkitrjám brennur illa og veitir því vörn gegn eldi. Rækta má nokkurs konar eldvegg með lerki til að draga úr hættunni á að eldur breiðist út. Mynd: Pétur Halldórsson

Á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er nú óskað eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um skógrækt. Samkvæmt frumvarpinu verður skógrækt á lögbýlum felld inn í heildarlög um skógrækt og gerð verður landsáætlun í skógrækt..

Með frumvarpinu eru lög um skógrækt frá árinu 1955 með síðari tíma viðbótum og lagfæringum endurskoðuð í heild. Frumvarpið felur m.a. í sér að lög um skógrækt á lögbýlum eru felld í heildarlög um skógrækt. Meginbreytingar á lögunum fela í sér gerð landsáætlunar í skógrækt, ákvæði um fellingarleyfi og sjálfbæra nýtingu skóga.

Frestur til að skila umsögnum um frumvarpsdrögin er til 19. mars nk. og má senda þær á netfangið postur@uar.is eða í bréfpósti, á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.
banner2