Fréttir

07.12.2016

Þurrlendisskógar jarðarinnar að hverfa

FAO biðlar til heimsbyggðarinnar um hjálp

  • Í þessu myndbandi frá FAO er vakin athygli á því að þurrlendisskógar jarðarinnar hverfa hratt. Þeirri þróun þurfi að snúa við. Það er hluti af því að tryggja framtíð lífs á jörðinni. (Skjáskot úr myndbandi FAO.)

Tveir milljarðar jarðarbúa eiga heimkynni sín á þurrlendum svæðum sem ná yfir 41 prósent alls lands á jörðinni. Þessi svæði eru langt í frá nakin og líflaus. Á þurrlendis­svæðum vaxa tré og skógar sem eru ómiss­andi fyrir dýr og menn sem þar búa. Skógarnir gefa nauðsynjar, mat, lyf, við, orku og dýrafóður. En þessir skógar eru í hættu.

Á hverri mínútu glatast 23 hektarar þessa lands og breytast í eyðimörk. Með endurhæfingu þessa lands og sjálfbærri nýtingu má glæða jarðveginn lífi á ný og um leið samfélög þess fólks sem þar er öllum hnútum kunnugt og treystir á þurrlendisskógana sér til viðurværis.

Þar sem ný tré vaxa upp og annar gróður með breytist landið og grænkar á ný. Það verður gjöfult fyrir heimafólkið en leggur líka sitt til baráttunnar gegn loftslagsbreytingum. Baráttan við auðnir og eyðimerkurmyndun er hluti af barátt­unni fyrir framtíð lífs á jörðinni.

FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, vill nú vekja athygli á vandanum og biður um að boð­skapnum sé dreift sem víðast. Skógræktin verður við því og hvetur fólk til að horfa á myndbandið sem hér fylgir.

Gerð myndbandsins var velgerðarverkefni suður-afríska hönnunar- og markaðsfyrirtækisins M&C Saatchi Abel með styrk frá Evrópusambandinu.

Myndbandið #2billionCare - do you?

Nánari upplýsingar

FAO á samfélagsmiðlum (#UNFAO):

© FAO:http://www.fao.org

Texti: Pétur Halldórsson
banner2