Fréttir

22.11.2016

Með þekkingu ræktum við skóg

Fagráðstefna skógræktar á 50 ára afmæli Mógilsár

  • Skrifstofa Skógræktar ríkisins á Mógilsá
    Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá. Mynd: Halldór Sverrisson.

„Með þekkingu ræktum við skóg“ er yfirskrift Fagráðstefnu skógræktar 2017, sem jafnframt verður 50 ára afmælisráðstefna Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá. Ráðstefnan verður haldin í Hörpu í Reykjavík dagana 23.-24. mars 2017.

Fyrri dag ráðstefnunnar verða erindin helguð skógrækt í krafti þekkingar eins og yfirskriftin ber með sér. Seinni daginn verða flutt ýmis erindi um skógrækt í sinni fjölbreyttustu mynd og nú auglýsir undirbúningsnefndin eftir erindum og veggspjöldum fyrir þann hluta ráðstefnunnar. Áhugasamir sendi tillögur á netfangið johanna@skogur.is, merkt Fagráðstefna 2017 fyrir 15.desember 2016. Þar komi fram titill (má vera til bráðabirgða) og eins hvort ætlunin sé að halda erindi eða kynna efnið á veggspjaldi.

Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu verða birtar síðar.

Í undirbúningsnefnd Fagráðstefnu skógræktar 2017 sitja þau Edda Sigurdís Oddsdóttir, Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, Bjarni D. Sigurðsson, prófessor við LbhÍ, Einar Gunnarsson, Skógræktarfélagi Íslands, Hrönn Guðmundsdóttir, Landssamtökum skógareigenda, og Lárus Heiðarsson Skógfræðingafélaginu.

Mógilsá um 1970. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og trjágróður vaxið til himins.

  Mógilsá úr lofti.
banner2