Fréttir

07.06.2016

Bein útsending í dag frá ráðstefnu um lífhagkerfið

Innsýn í aðferðir Evrópulanda

  • efi

Olli Rehn, efnahagsmálaráðherra Finnlands, og Ibrahim Baylan, samhæfingar- og orkumálaráðherra Svíþjóðar eru meðal frummælenda á ráðstefnu Think Forest um lífhagkerfið sem fer fram í Helsinki í dag. Þar verður rætt hvaða lærdóm má draga af stefnu og aðferðum Evrópusambandsins og um möguleika skógartengda lífhagkerfisins.

Ráðstefnunni stjórna tveir fyrrverandi forsætisráðherrar, hvor í sínu landi, Svíinn Göran Persson, forseti Think Forest, og Esko Aho, ráðgjafi um stefnumál hjá evrópsku skógarstofnuninni, European Forest Institute. Frummælendur eru:

Thomas Arnold, ráðgjafi um sjálfbært lífhagkerfi hjá rannsóknar- og þróunarsviði Evrópuráðinu
Ibrahim Baylan
, ráðherra samhæfingar- og orkumála í Svíþjóð
Christine Lang, formaður þýska lífhagkerfisráðsins
Miapetra Kumpula-Natri, þingmaður á Evrópuþinginu
Markku Ollikainen, Prófessor við Helsinki-háskóla og forseti finnska loftslagsráðsins
Olli Rehn, efnahagsmálaráðherra Finnlands
Sofia Santos, yfirmaður BCSD í Portugal, stofnunar um sjálfbærnimál

Ráðstefnan verður send út beint á Youtube-rás EFI.

Sjá nánar:

Texti: Pétur Halldórsson
banner2