Fréttir

21.03.2016

Alþjóðlegur dagur skóga er í dag

Hvað veist þú mikið um skóga og vatn?

  • Ferskvatnsbirgðir jarðarinnar standa og falla með skógum heimsins. Með skógrækt stuðlum við að því að mannkynið hafi áfram aðgang að nægu ferskvatni. Skógar gefa líf. Líf þarf vatn. Mynd: Flickr/Creative Commons/David Salafia

Á alþjóðlegum degi skóga sem haldinn er 21. mars ár hvert er mannkynið minnt á hvernig skógar og stök tré viðhalda lífi á jörðinni og vernda okkur mannfólkið. Að þessu sinni er sérstök athygli vakin á því að skógar eru ómissandi þáttur í því að við­halda ferskvatnsbirgðum jarðarinnar. Án ferskvatns fengjum við ekki lifað.

En hvað veist þú mikið um skóga og vatn, lesandi góður? Alþjóðlegur dagur skóga er í umsjá FAO, matvæla- og landbúnaðar­stofn­un­ar Sameinuðu þjóðanna. Stofnunin hefur sent frá sér skemmtilegan og fróð­leg­an spurningaleik fyrir fólk að spreyta sig á. Þar geturðu komist að því hversu mikið þú veist um samband skóglendis á jörðinni og ferskvatnsbirgða jarðarinnar. Taktu þátt í spurningaleiknum á vef FAO. Gleðilegan skógardag!

Myndband FAO í tilefni af alþjóðlegum degi skóga 2016
Myndband Skógræktar ríkisins í tilefni af alþjóðlegum degi skóga 2016

Texti: Pétur Halldórsson
banner2