Fréttir

04.12.2015

Börnin á Hvanneyri höggva jólatré

Sóttu tré í Skorradalinn í morgun

  • Kátur hópur skólabarna frá Hvanneyri í skóginum að Stóru-Drageyri í Skorradal, ánægð eftir að hafa fundið tvö falleg jólatré og sagað fyrir grunnskólann og leikskólann.

Sú hefð hefur skapast að grunnskólabörn úr Grunnskóla Borgarbyggðar á Hvanneyri komi í Skorradalinn á aðventunni að velja jólatré fyrir skólann sinn. Þau hafa líka séð um að velja og saga jólatré fyrir leikskólann Andabæ á Hvanneyri. Á þessu varð engin breyting þetta árið nema hvað nú komu elstu leikskólabörnin með til að sækja tré.

Það er alltaf líf og fjör þegar þessi hópur kemur í heimsókn. Skógarvörðurinn á Vesturlandi tók á móti hinum vösku krökkum á Stóru-Drageyri í Skorradal í morgun og aðstoðaði þau við að velja sér tré. Börnin sáu síðan sjálf um að fella trén. Þau voru ekki lengi að finna tvö myndarleg jólatré og saga þau niður.

Meðfylgjandi myndir tók Valdimar Reynisson skógarvörður á vettvangi.
banner4