Fréttir

11.11.2015

Frá lofti í við

Erindi um áhrif skóga og skógræktar á gróðurhúsalofttegundir

  • Arnór Snorrason kynnir kortlagningu íslensku birkiskóganna fyrir umhverfisráðherra á blaðamannafundi á Mógilsá 3. febrúar 2015. Mynd: Pétur Halldórsson.

„Frá lofti í við - áhrif skóga og skógræktar á gróðurhúsalofttegundir“ er yfirskrift erindis sem Arnór Snorrason, skógfræðingur á Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, flytur mánudaginn 23. nóvember á fræðslufundi Skógræktarfélags Reykjavíkur og Garðyrkjufélags Íslands. Fundurinn verður í Sal Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1, Reykjavík, og hefst kl. 19.30.

Umræða um losun koltvíoxíðs út í andrúmsloftið og hvaða afleiðingar sú aukning kann að hafa loftslag hefur verið mörgum hugleikin, ekki síst nú í aðdraganda Parísarfundarins þar sem þjóðir heims ætla sér að sammælast um aðgerðir til að koma í veg fyrir skaðlega hlýnun jarðar.

Á Íslandi hafa farið fram rannsóknir á bindingu kolefnis með skógrækt til að vega upp á móti losun gróðurhúsalofttegunda. Arnór Snorrason hefur um árabil rannsakað og mælt bindingu kolefnis í skógum á Íslandi. Í erindi sínu fjallar hann um hvernig skógar hafa áhrif á gróðurhúsaloftegundir, hvernig málum sé háttað hér á landi um kolefnisbindingu með skógrækt og framtíðarmöguleika skógræktar sem leið til að milda áhrif loftslagsbreytinga.

Nýgrisjaður Sitkabastarður í Skálamel við Húsavík, ættaður frá Lawing í Alaska. Mynd: Þröstur Eysteinsson.

Fræðslufundurinn er öllum opinn.

Aðgangseyrir er 750 krónur.
banner4