Fréttir

19.10.2015

Rangárþing ytra sigraði Strandamenn í Útsvari

Skógarvörðurinn á Suðurlandi í sigurliðinu

  • Lið Rangárþings ytra og Strandabyggðar ásamt stjórnendum Útsvars að keppni lokinni. Mynd: Ríkisútvarpið

Lið Rangárþings ytra sigraði lið Strandabyggðar í Útsvari í Sjónvarpinu á föstudag. Leikar fóru 73-71. Hreinn Óskarsson, skógarvörður Skógræktar ríkisins á Suðurlandi, er einn liðsmanna Rangárþings ytra.

Keppnin var æsispennandi að þessu sinni. Þegar ein spurning var eftir munaði fimmtán stigum á liðunum. Lið Rangárþings ytra svaraði henni rétt þannig að grípa varð til bráðabana. Í honum náðu Rangæingarnir að svara tveimur spurningum rétt og sigruðu því frækið lið Strandamanna.

Í sigurliðinu voru auk Hreins Harpa Rún Kristjánsdóttir og Steinar Tómasson en í fyrir Strandabyggð kepptu Arnar Snæberg Jónsson, Sverrir Guðmundsson og Þorbjörg Matthíasdóttir.
banner4