Fréttir

12.10.2015

Skógar Íslands 2015

Námsferð skógfræðinema um landið

  • Nemendurnir í íslenskum birkiskógi: Kristinn Þórður Halldórsson, Jón Hilmar Kristjánsson, Sverrir Baldur Torfason og Hallur Björgvinsson. Mynd: Bjarni D. Sigurðsson

Í ágústmánuði fóru nokkrir skógfræðinemar frá Landbúnaðarháskóla Íslands í hringferð um landið til að skoða skóga og skógartengda starfsemi. Með þeim í för var Bjarni Diðrik Sigurðsson, prófessor og brautarstjóri skógfræði- og landgræðslubrautar við skólann. Nemendurnir unnu fróðlega skýrslu um ferðina og þar kennir margra trjáa.

Ferðin er í raun eitt af þeim námskeiðum sem í boði eru fyrir skógfræðinemendur og kallast Skógar Íslands. Það var í þetta sinn haldið dagana 10. til 16. ágúst 2015. Jafnan er komið við á ýmsum áhugaverðum stöðum vítt og breitt um landið og markmiðið að gefa skógfræðinemum tækifæri á að tengjast skógræktinni beint með því að kynna margbreytilegum aðstæðum skógræktar á landinu og mismunandi aðferðum við ræktun, umhirðu, skógarhögg og úrvinnslu. Um leið gefst nemunum kostur á að kynnast fólkinu sem starfar í greininni og mismunandi jónarhornum á fagið.

Að þessu sinni tóku þátt í námskeiðinu þeir Sverrir Baldur Torfason, Jón Hilmar Kristjánsson, Kristinn Þórður Halldórsson og Hallur Björgvinsson.

Þegar heim var komið unnu nemendurnir skýrslu upp úr þeim myndum og upplýsingum sem aflað hafði verið í ferðinni. Skýrsluna má opna með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Texti: Pétur Halldórsson
banner2