Fréttir

03.10.2015

Embætti skógræktarstjóra laust til umsóknar

Umsóknarfrestur til 19. október

 • Reyniviður í haustlitum. Mynd: Pétur Halldórsson

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir laust embætti skógræktarstjóra. Skógrækt ríkisins starfar samkvæmt lögum nr. 3/1955 um skógrækt og skulu aðalstöðvar hennar vera á Fljótsdalshéraði.

Fyrirhugað er að sameina allt skógræktarstarf sem heyrir undir ráðuneytið í eina stofnun, þ.e. landshlutaverkefnin í skógrækt (Héraðs- og Austurlandsskógar, Norðurlandsskógar, Skjólskógar á Vestfjörðum, Suðurlandsskógar, Vesturlandsskógar) og Skógrækt ríkisins, til að skapa tækifæri fyrir framþróun og eflingu skógræktar í landinu. Skógræktarstjóri mun vinna að framfylgd þess verkefnis, komi til sameiningar, í samstarfi við ráðuneytið, sbr skýrslu starfshóps umhverfis- og auðlindaráðherra frá september sl. http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/2802.

Helstu verkefni:

 • Dagleg stjórnun og rekstur stofnunarinnar
 • Stefnumótun og innleiðing breytingastjórnunar
 • Ábyrgð á áætlanagerð, þjónustu og árangri
 • Samskipti við stjórnvöld og hagaðila
 • Forsvar vegna erlendra samskipta

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólapróf á sviði skógræktar eða á sambærilegu sviði
 • Reynsla af stjórnun og rekstri
 • Reynsla eða þekking á sviði stefnumótunar
 • Reynsla eða þekking af opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Gott vald á íslensku, ensku og vald á einu Norðurlandamáli er kostur

Færni og aðrir eiginleikar:

 • Leiðtogahæfileikar og geta til að hvetja aðra til árangurs
 • Samskiptahæfni, jákvæðni og drifkraftur
 • Metnaður til að sýna árangur og kraftur til að hrinda verkum í framkvæmd

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um stöðuna. Valnefnd skipuð þremur einstaklingum mun meta hæfni og hæfi umsækjenda og skila greinargerð til umhverfis- og auðlindaráðherra, sem skipar í starfið til fimm ára. Launakjör skógræktarstjóra eru ákvörðuð af Kjararáði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknarfrestur er til og með 19. október nk.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent, www.capacent.is


Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Sigríður Auður Arnardóttir, ráðuneytisstjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu (sigridur.arnardottir@uar.is) og Þóra Pétursdóttir hjá Capacent (thora.petursdottir@capacent.is) hjá Capacent
banner2