Fréttir

25.09.2015

Landsýn - vísindaþing landbúnaðarins

Rætt um gildi vísinda, menntunar og rannsókna

  • Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi og framkvæmdastjóri Hekluskóga, sést hér kynna Hekluskógaverkefnið á Landsýn, fræðaþingi landbúnaðarins 2014. Á þinginu 4. mars næstkomandi talar hann um hlutverk skóga fyrir ferðamennsku í landinu.

Ráðstefnan Landsýn, vísindaþing landbúnaðarins, verður haldin á Hvanneyri 16. október.

SMELLIÐ HÉR til að skrá ykkur.

Að þessu sinni hefur verið skipulögð ein sameiginleg málstofa fyrir hádegi en eftir hádegi verða í boði tvær aðskildar málstofur. Að Landsýn standa Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands, Landgræðsla ríkisins, Matís, Skógrækt ríkisins og Veiðimálastofnun.

Um morguninn verður byrjað á að hlýða á tvö erindi á víðtækum eða heimspekilegum nótum um gildi vísinda, menntunar og rannsókna. Erindunum er ætlað að vekja okkur til umhugsunar um hlutverk okkar og skyldur sem fræðimanna, rannsakenda og starfsmanna í opinberri þjónustu. Til hvers, fyrir hvern?

Því næst verða flutt erindi um samskipti fjölmiðla og vísindamanna, hlutverk beggja og hvernig vísinda- og fræðafólk getur unnið með fjölmiðlafólki að því að koma niðurstöðum rannsókna á framfæri.

Eftir hádegi verða aðskildar málstofur þar sem annars vegar verður fjallað um ábyrga notkun vatns og hins vegar um málefni tengd ferðamönnum. Neðst hér á síðunni má finna drög að dagskrá Landsýnar.

Sendið inn veggspjöld fyrir 9. október

Að venju verða sett upp veggspjöld á vísindaþinginu. Veggspjaldakynningin er á dagskrá kl. 15-16.30. Ástæða er til að hvetja fólk til að senda inn áhugaverð veggspjöld til uppsetningar á þinginu. Tekið verður við skráningu þeirra fram til 9. október. Senda skal titil, höfundanöfn og ágrip á netfangið landsyn@lbhi.is fyrir þennan sama dag, föstudaginn 9. október. Ágripið skal vera á því formi sem er að finna hér að neðan.

banner5