Fréttir

15.07.2014

Skógardagur í Vaglaskógi

Grisjunarvél sýnd í verki

  • Vaglaskógur
    (mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir)

Skógrækt ríkisins á Vöglum býður gesti velkomna í skóginn sunnudaginn 20. júlí kl. 14. Þessar vikurnar er unnið að grisjun í skóginum með öflugri grisjunarvél sem sýnd verður í verki á skógardeginum. Einnig verður gestum boðið í fræhúsið á staðnum þar sem það fær að fræðast um fræræktina.

Dagskráin hefst við gróðrarstöðina á Vöglum.  Að henni lokinni verður boðið upp á ketilkaffi og meðlæti að skógarmannasið. Allir eru velkomnir.

Nánari upplýsingar gefur Rúnar Ísleifssonskógarvörður

banner3