Fréttir

07.12.2009

Timbrið er endingargott byggingaefni

  • Grodrastod_1

Árið 1906 stóð Ræktunarfélag Norðurlands fyrir byggingu aðstöðuhúss vegna starfsemi sinnar í Gróðrarstöð Ræktunarfélags Norðurlands við Krókeyri á Akureyri. Húsinu var m.a. ætlað að hýsa tilraunastofu, frægeymslu og kennslustofur auk áhaldasýningasvæðis. Húsið kostaði fullbúið 7,925.kr. Frá því í sumar hefur Akureyrarbær, sem er núverandi eigandi hússins, látið vinna við viðhaldi og endurnýjun. Viðir hússins eru að mestu ófúnir  en svarðareinangrun og gluggar farnir að láta á sjá eftir rúm 100 ár.

Gamla gróðrarstöðin hefur frá árinu 2005 verið aðsetur Norðurlandsdeildar Skógræktar ríkisins og Norðurlandsskóga.

Gamla gróðrarstöðin fyrr og nú. Takið sérstaklega eftir því hvernig trjágróðurinn hefur breytt umhverfinu.


Grodrastod_1


Grodrastod_2


Texti og mynd: Hallgrímur Indriðason, skipulagsfulltrúi Skógræktar ríkisins.
banner4