Fréttir

20.08.2012

Fjölsóttur bás á atvinnusýningu

  • 20082012

Um helgina fór fram atvinnulífssýningin Okkar samfélag í Egilsstaðaskóla. Þar sýndu um 80 fyrirtæki og stofnanir á Fljótsdalshéraði vörur sínar og þjónustu. Á meðal sýnenda var Skógrækt ríkisins og á meðfylgjandi mynd má sjá bás stofnunarinnar. Skógræktin vill þakka öllum þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína á sýningu og kynntu sér fjölbreytt starf stofnunarinnar.


Texti og mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir
banner4