Fréttir

25.05.2012

Tjaldsvæðin í Hallormsstaðaskógi: 20 stiga hiti um helgina

  • Skógardagurinn mikli 2011

Tjaldsvæðin í Hallormsstaðaskógi hafa nú verið opnuð. Veðurspáin fyrir helgina er frábær og tilvalið að skella sér í fyrstu útlilegu sumarsins.

Í skóginum er að finna ýmsa skemmtilega afþreyingu. Þar eru um 40 km af gönguslóðum og mikið af merktum gönguleiðum. Trjásafn með yfir 70 trjátegundum er einnig að finna á Hallormsstað, sem og grillsvæði og leiktæki.


Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir
banner3