Fréttir

21.03.2012

Fulltrúi skógræktar í stjórn LÍSU-samtakanna

  • bjorn

Björn Traustason, landfræðingur hjá Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá, var kosinn í stjórn LÍSU-samtakanna, samtaka um landupplýsingar á Íslandi, á aðalfundi samtakanna þann 23. febrúar sl. Samtökin eru vettvangur samstarfs á sviði landfræðilegra gagnasafna og upplýsingakerfa. Sem dæmi um starfsemi samtakanna má nefna vinnu við staðalinn IST 120 Skráning og flokkun landupplýsinga en á honum er nýútkomin fitjuskrá í skógrækt byggð á.
banner5