Fréttir

15.03.2012

Lesið í skóginn: Fræðslufundur kennara

  • 15032012-1

Fræðslufundur á vegum Lesið í skóginn fyrir kennara í Reykjavík var haldinn í Fossvogsskóla í vikunni. Fundirnir eru haldnir mánaðarlega, til skiptis í grunnskólum í Reykjavík, sem hafa reynslu af útinámi og eru tilbúnir til að miðla henni til annarra kennara. Árni Freyr Sigurlaugsson, Guðrún María Ólafsdóttir og Vigdís Klemensdóttir kynntu útinám skólans á síðustu árum og gerðu grein fyrir því hvernig það er tengt saman á milli faga og aldurshópa. Hjá þeim kom fram hversu mikilvægt það er fyrir nemendur að námsform og aðstæður séu brotnar upp og breytt til að koma á móts við ólíkar þarfir nemenda og getustig þeirra, þannig að sem flestir fái notið sín á eigin forsendum í leik og námi. Í kaffihléinu gafst gestum kostur á því að skoða verk nemenda og aðstöðu kennara. Það vakti athygli hversu mikið er lagt upp úr því að verk nemenda séu sýnileg í skólanum þannig að sem flestir fái notið þeirra. Skógarvinna og afurðir eru áberandi og endurunnið efni af ýmsum toga enda hefur skólinn fengið 6 grænafána.

15032012-2Fjalla átti um námskrárgerð í list- og verkgreinum en fyrirlesari forfallaðist vegna mikillar tímapressu í þeirri vinnu enda á að senda námskrána út til skoðunar áður en skólum lýkur í vor. Þess í stað var rætt um samstarf við Noreg og Lettland um að safna saman verkefnum í sjálfbærni í skógartengdu útinámi og spunnust nokkrar umræðum um það, en fyrirhugaður er sameiginlegur fundur með þeim 10 skólum sem hyggjast taka þátt í verkefninu fyrir lok marsmánaðar, þar sem verkefnisstjóri norska verkefnisins mun vera með innlegg og kynna áherslu norðmann í verkefninu.

Myndir og texti: Ólafur Oddsson
banner2