Fréttir

12.04.2011

Fuglalíf, nytjar og eldbakstur í grenndarskóginum

  • frett_12042011_1
    (Mynd: Ólafur Oddsson)

Þriðja námskeiðið í röðinni um útinám í grenndarskógi Ártúnsskóla, þar sem nytjaáætlun og nýr kortagrunnur er notaður til að gera útinámið markvissara og fjölbreyttara, fór fram á dögunum.

Að þessu sinni fjallaði Borgný Katrínardóttir um fuglalíf í grenndarskógi og hvernig hún vinnur fuglarannsóknir í líffræðinámi sínu við Háskóla Íslands. Helena Óladóttir, verkefnisstjóri Náttúruskólans, fjallaði um samþættingu námsgreina í skógartengdu útinámi. Óskar Baldursson hjá Umhverfissviði lagði upp grisjunar- og umhirðuverkefni þar sem þátttakendur þurftu sjálfir að meta grisjunarþörf og velja líftré í blönduðum, þéttum skógi. Einnig var bent á helstu einkenni grenndarskógarins og útskýrt hvers vegna hann skilar jafn góðum vexti og raun ber vitni.

Á fjórðu stöðinni æfðu þátttakendur eldbakstur og heitt var á könnunni, enda veitti ekki af hressingu í slyddunni.

frett_12042011_2


frett_12042011_3


Myndir og texti: Ólafur Oddsson
banner3