Fréttir

23.02.2011

Græn smiðja á starfsdegi

  • frett_23022011_1
    (Mynd: Ólafur Oddsson)
Um árabil hefur Skógrækt ríkisins, í samstarfi við aðila á sviði menntunar og fræðslu, staðið fyrir verkefninu Lesið í skóginn.  Markmiðið með verkefinu er að þátttakendur læri um skóginn, skoði hann og fjölbreyttar hliðar og tækifæri til nytja og upplifunar í skólastarfi og fyrir almenning skoðuð.

Í fyrradag bauð Lesið í skóginn upp á græna smiðju á starfsdegi ÍTR í Tónabæ. Þar þjálfuðu þátttakendur tálgutæknina og kynntust fersku skógarefni sem auðveldlega má finna í nærumhverfinu, s.s. í görðum. Efnið má síðan nota í einföld verkefni í leikjum og föndri með yngstu þátttakendunum í tómstundastarfi og skólaselum.


Texti og mynd: Ólafur Oddsson, fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins
banner1