Fréttir

22.10.2007

Frætínsla í fullum gangi

  • frett_22102007_1

Meðal haustverkanna hjá starfsfólki Skógræktar ríkisins er að tína fræ af helstu trjátegundum sem notaðar eru í íslenskri skógrækt. Áhersla er lögð á birki, stafafuru og sitkagreni en einnig er tínt af sitkaelri, reynivið, lindifuru og fleiri tegundum þegar tækifæri gefst. Á myndinni sést hvar Sigurður Kjerúlf, starfsmaður á Hallormsstað er að tína köngla af sitkagrenitrjám við heilsugæslustöðina á Egilsstöðum. Kvæmið er Copper River Valley, sem er gott kvæmi fyrir okkur og lundurinn hefur verið grisjaður þannig að aðeins standa eftir bestu trén. Þá er bara að vona að spírunin verði góð.
banner2