Fréttir

16.10.2007

Blæösp slagar uppí mannhæð

  • frett_16102007_1

Nýjasti fundarstaður náttúrlegrar blæaspar á Íslandi er í þjóðskóginum Höfða á Fljótsdalshéraði, en þar fannst hún þegar Björn B. Jónsson, þá skógfræðinemi en nú framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga, var að kortleggja á Höfða 1993. Í Skógræktarritinu 1994 lýsir Þórarinn Benedikz öspinni í Höfðaskógi og greinir m.a. frá því að aðeins tveir sprotar séu hærri en 50 cm, enda væri hún öll meira eða minna bitin af sauðfé. Nú hefur Höfðaskógur verið friðaður fyrir beit síðan 1997 og hefur hann notið þess vel, ekki síst blæöspin. Þar eru nú flestir eldri sprotar í góðum vexti og þeir hæstu að nálgast mannhæð. Á myndinni sést hvar Þröstur Eysteinsson stendur við hlið hæsta asparsprotans á Höfða og gefur hæðarsamanburð. Má því sjá að öspin nálgast mannhæð.  
banner4