Fréttir

13.06.2007

Gróðursetning á Hólasandi

  • frett_13062007_1

Þann 12. júní s.l. gerði starfsfólk Skógræktar ríkisins og Landgræðslu ríkisins á norðausturhluta landsins sér dagamun og fór í gróðursetningarferð á Hólasand. Skógræktarfólk mætti að austan frá aðalskrifstofu á Egilsstöðum og Hallormsstað, að norðan frá Vöglum og Akureyri og Landgræðslumenn úr Þingeyjarsýslu. Gróðursett voru 5000 lerkitré og grillaðar pylsur í góðu veðri og fínum félagsskap.

Gróðursetning trjáplantna hefur gengið ótrúlega vel á Hólasandi.  Vöxtur er ekki hraður en lifun er góð og plöntur frá fyrri árum hraustar og fallegar.  Á Íslandi heita margar eyðimerkur skógarnöfnum, svo sem Landsskógar og Smiðjuskógur. Brátt verður til skógur sem ber nafn eyðimerkur – skógurinn Hólasandur.
banner1