Fréttir

25.05.2007

Ný skógræktarfrímerki komin í dreifingu

Í dag voru tvö ný skógræktarfrímerki kynnt. 

frett_25052007_1

frett_25052007_2Úr kynningarriti frá Póstinum:

"Skipulögð skógrækt á Íslandi hófst sem þróunaraðstoð frá Dönum. Danskur skipstjóri, Carl H. Ryder, sá að margir erfiðleikar sem fylgdu almennri fátækt á Íslandi stöfuðu af skógleysi. Hann fékk til liðs við sig skógfræðiprófessorinn Carl V. Prytz og skógfræðinginn Christian E. Flensborg, til að gera tilraunir með skógrækt á Íslandi á árunum 1899 til 1906. Árið 1905 hvöttu þeir hina nýju íslensku heimastjórn til að taka skógrækt á sínar hendur. Studdi Hannes Hafstein málið og barðist fyrir setningu laga þar um. Þeir Ryder og Prytz sömdu frumvarpið sem loks varð að lögum um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands 22. nóvember 1907. Á grundvelli þeirra var Skógrækt ríkisins stofnuð og tók hún til starfa 1. mars 1908. Frá upphafi var sandgræðslumaður starfsmaður Skógræktar ríkisins en árið 1914 skildu leiðir og frá því þróuðust Sandgræðslan, sem síðan varð Landgræðsla ríkisins, og Skógrækt ríkisins í sitt hvoru lagi en þó sem systurstofnanir. Helstu hlutverk Skógræktar ríkisins hafa frá upphafi verið vernd skóga og skógarleifa, ræktun nýrra skóga og fræðsla um skóga og skógrækt."
banner4