Fréttir

13.12.2006

Meistaraverkefni um viðarvöxt á Íslandi

frett_13122006_1Lokaverkefni Annukka Pesonen í meistaranámi í Skógfræði við háskólann í Joensuu, Finnlandi er komið út.  Verkefnið heitir “Modelling the Growth and Yield og Larch in Hallormsstaður, Iceland”. 

Verkefnið, sem er á ensku, er 91 síða og fjallar um vöxt og gerð vaxtarlíkana fyrir lerki á Héraði.  Annukka, ásamt annarri finnskri stúdínu, Hönnu Parviainen, kom til Íslands síðast liðið sumar á vegum NorthernWood-Heat verkefnisins og voru þær stöllur lungann af sumrinu á Hallormsstað við mælingar.

Vaxtarlíkan Annukku tekur eldri módelum fram þar sem mun meiri upplýsingar og mælingar liggja að baki hennar vinnu.  Hanna mun skíla sínu meistaraverkefni fljótlega eftir áramót, en það byggir á niðurstöðum Annukku og fjallar um ummhirðu og grisjunarmódel fyrir lerki á Héraði.

Niðurstöðurnar gefa til kynna að bolvöxtur lerkis á Héraði sé meiri en áður hefur verið talið eða um 10 rúmmetrar á hektara að meðaltali.  Enn fremur staðfestir hún að ekki sé marktækur munur á vaxtarþrótti Rússa- og Síberíulerkis.  Þess má geta að ritgerð Annukku vakti slíka aðdáun prófessora að henni hefur nú verið boðið 4 ára stípendiat við háskólann í Joensuu.

Mynd:  Loftur Jónsson, Hanna Parviainen, Annukka Pesonen og Lárus Heiðarsson við skógarmælingar í lerkireit í Mjóanesi á Fljótsdalshéraði.
banner4