Fréttir

13.11.2006

Frævinnsla í fullum gangi á Tumastöðum

frett_13112006_3Starfsfólk á Tumastöðum er þessa dagana að tína og hreinsa fræ af skógartrjám. Starfsfólk skógræktar ríkisins á Tumastöðum safnar nú eins og undanfarin ár mestum hluta þess íslenska trjáfræs sem safnað er hér á landi.  Í ár var safnað mest af birki, stafafuru og reyniviði. Í góðum fræárum er einnig fræi af íslensku sitkagreni safnað. Birkifræ er þurrkað innandyra, lauf og önnur óhreinindi hreinsuð úr því og svo er það sett í blástur. Þegar fræið er blásið eru könglaskeljar og stilkar aðskildir úr fræinu.

Stafafurukönglar eru látnir opna sig í hita, fræið svo hrist úr þeim, afvængjað og hreinsað með blæstri. Reyniber þarf að frysta og eru fræ svo aðskilin aldinkjöti við þurrkun og vatnsbað.

Öll verkfæri og tæki sem notuð eru við fræhreinsunina eru smíðuð á Tumastöðum. Fræið er selt og er aðallega nýtt til sáningar á skógarplöntum fyrir Landshlutabundin skógræktarverkefni.

Á ljósmyndinni sést Ásmundur Eiríksson safna fræi aski í Múlakoti. Ljósm. Hrafn Óskarsson.
banner2