Fréttir

27.10.2006

Fjárlagafrumvarp 2007 gerir ráð fyrir niðurskurði á fjárlögum

Fjárveitingar til Skógræktar ríkisins hafa ekki hækkað eða fylgt verðlags- og launabreytingum undanfarin ár.

Árið 2004 var fjárheimild Sr 242,9 mkr af því var 17,0 mkr framlag til tækjakaupa sem fjármagnað var af söluandvirði jarðarinnar Straums við Hafnarfjörð og fjárheimildin því í raun 225,9 mkr.

Árið 2005 var fjárheimild Sr 230,7 mkr og hækkaði um 2,1% en á sama tíma hækkaði verðlag um 4,1% og því lækkaði fjárheimildin í raun um 4,5 mkr.

Fyrir yfirstandandi ár er fjárheimild Skógræktar ríkisins 228,3 mkr ef frá er talið 7,0 mkr tímabundið framlag til “Hekluskóga”.  Einnig var fellt niður 2,0 mkr framlag af fjárlagaliðnum 04-190-1.40 sem fært hafði verið sem sértekjur hjá stofnuninni í fjölda ára.  Þetta þýddi 14,0 mkr raunlækkun á framlögum til stofnunarinnar.

Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2007 er gert ráð fyrir að fjárheimild Skógræktar ríkisins verði 227,0 mkr en ekki 232,0 mkr eins og segir í texta með frumvarpinu, 5,0 mkr eru dregnar frá fjárheimildinni vegna “innheimtra ríkistekna” og það án þess að lækka sértekjukröfuna á móti. 

 

Ef að fjárheimild ársins 2004 þ.e. 225,9 mkr hefði fylgt verðlagi til dagsins í dag væri hún nú 251,1 mkr eða 24,1 mkr hærri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.  Ef að fylgt hefði verið “þingsályktun um skógrækt 2004 – 2008” frá árinu 2003 væri fjárheimild Sr fyrir árið 2007 282,0 mkr eða 55,0 mkr hærri fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.

Á sama tíma hefur Skógrækt ríkisins verði rekin innan ramma fjárlaga og hingað til notað uppsafnaðan höfuðstól til að koma í veg fyrir að skerðingin komi niður á starfseminni, fjármagn sem ætlað var til að efla og styrkja stofnunina. 
banner3