Fréttir

03.08.2006

Vestfirskir skógabændur sigruðu á hálandaleikum í Skotlandi

Mynd: Vígreifir vestfirskir sigurvegarar á Hálandaleikunum. Fremri röð fv: Sighvatur Þórarinsson skógarbóndi að Höfða í Dýrafirð; Kristján Jónsson starfsmaður Skjólskóga á Vestfjörðum; Steinþór Ólafsson skógarbóndi að Neðri Hjarðardal í Dýrafirði; Eysteinn Gunnarsson, skógarvörður Strandabyggðar í Víðidalsá Steingrímsfirði. Aftari röð fv: Barði Ingibjartsson útvegsbóndi og skógarbóndi, Hesti í Súðavíkurhreppi; Torfi E. Andrésson, skógarbóndi að Gileyri í Tálknafirði; Ónafngreindur hálendingur; Tómas Sigurgeirsson skógarbóndi að Mávatúni í Reykhólasveit og Ásvaldur Magnússon skógarbóndi, Tröð í Önundarfirði og formaður skógarbænda á Vestfjörðum.

(Af fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði; bb.is)

Vestfirskir skógabændur komu, sáu og sigruðu á Lochaber hálandaleikunum í Fort William, en þeir voru staddir í Skotlandi í námsferð. „Eftir hefðbundinn sekkjapípuleik og staurakast kom að hápunktinum, alþjóðlegri níu liða keppni í reiptogi. Vasklegt lið Íslendinganna kom öllum á óvart, sigraði Svía auðveldlega og hafði lítið fyri því það leggja sjálft Evrópusambandið. Í úrslitakeppninni mættu Vestfirðingarnir belgískum beljökum sem greinilega höfðu ætlað sér sigur . Þeir máttu sín samt lítils gegn íslensku „skógarhöggsmönnunum“ og voru dregnir léttilega í þrígang yfir markið“, segir í tilkynningu.

Hinn þekkti plötusnúður, Sir Jimmy Savile, afhenti verðlaunin sem var lokað umslag og viskíflösku á hvern hinna átta liðsmanna. Að sögn mótstjórans áttu síðasta orðið og tjáði áhorfendum að úrslitin hefðu ekki átt að koma neinum á óvart, sterkasti maður heims væri Íslendingur og hefði samt ekki komist í liðið og framvegis skyldu Skotar muna það í hvert sinn sem þeir opnuðu sardínudós að það eru þessir karlar sem troða í dósirnar.

Að því er fram kemur í tilkynningu mættu Vestfirðingarnir æstum aðdáendum er þeir komu stórborgarinnar Glasgow, sem kröfðust eiginhandaráritunar, en áhorfendur töldu þessa sterku menn vera skógarhöggsmenn.

thelma@bb.is

HÉR má lesa frétt skoska dagblaðsins Press and Journal af Skotlandsferð vestfirsku skógarbændanna.
banner1