Fréttir

24.05.2006

"ómarktækt að tala um kolefnisbindingu í jarðvegi og öðrum gróðri en trjám"

Þetta kemur fram í viðtali við Þröst Eysteinsson fagmálastjóra Skógræktar ríkisins í Spegli Ríkisútvarpsins 23. maí. Þar segir Þröstur að enn vanti viðurkenningu alþjóðasamfélagsins á kolefnisbindingu úr andrúmslofti í jarðvegi og öðrum gróðri en trjám. Að nýta slíka bindingu til frádráttar útblæstri gróðurhúsalofttegunda sé séráhugamál Íslendinga, og því verði Íslendingar að sanna að slíkt gerist í raun.

Enn eigi eftir að sýna nægilega vel fram á magn og gerð kolefnisbindingar í jarðvegi og lággróðri, sýna að aðferðir notaðar til slíkra mælinga séu staðlaðar og að útreikningar út frá mælingum séu réttir. Til þess þurfi frekari rannsóknir og viðurkenningu sem taki fjölda ára.

Landgræðsla og kolefnisbinding á að fara fram með skógrækt

Þröstur segir að uppgræðsla lands, sem nefnd er í Kyotobókuninni, geti og eigi einfaldlega að fara fram með skógrækt, það sé viðurkennd aðferð og útreikningar á kolefnisbindingu í íslenskum skógum sé alþjóðlega viðurkennd. Frekar má heyra um þetta með því að hlíða á Spegilinn 23. maí hér.
banner1