Fréttir

11.05.2006

Landbúnaðarráðherra vonast eftir sameiningu Landgræðslu og Skógræktar ríkisins á haustþingi

Neðangreind frétt birtist í Morgunblaðinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra í fylgd frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta og fleiri aðila í Vinaskógi (mynd: S.r.).

Fimmtudaginn 11. maí, 2006 - Innlendar fréttir

"Boðar sameiningu Landgræðslu og Skógræktar

Gunnarsholt | Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra vonast til að samstaða náist um að sameina Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins á haustþingi.

Gunnarsholt | Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra vonast til að samstaða náist um að sameina Landgræðslu ríkisins og Skógrækt ríkisins á haustþingi. "Sá tími er kominn," sagði hann í heimsókn í Gunnarsholti, að því er fram kemur á vef Landgræðslunnar, land.is.

Landbúnaðarráðherra var á ferð með frambjóðendum B-listans í Rangárþingi ytra og fundaði með starfsfólki Landgræðslunnar í síðdegiskaffitímanum í fyrradag.

Guðni sagði að forstjóri hinnar nýju stofnunar myndi sitja í Gunnarsholti og skógræktarstjóri á Héraði. "Ég sé fyrir mér að höfuðstaðirnir verði tveir, skógræktarstjóri hafi aðsetur á Hallormsstað, þar verði Mekka skógræktarstarfsins og aukin umsvif á Héraði. Hins vegar verði forstjóri og stjórnsýsla fyrirtækisins hér í Gunnarsholti. En auðvitað starfar hið nýja sameinaða fyrirtæki um allt land eins og Skógræktin og Landgræðslan hafa gert," er haft eftir ráðherranum á land.is. "
banner2