Fréttir

11.05.2006

Birkifrjómagn í lofti mikið - íslenska birkið ekki farið að blómstra enn

Frá þessu segir á vefsíðu Morgunablaðsins. Myndin sýnir asparfrævil (mynd: Ingimundur Stefánsson)

Innlent | mbl.is | 11.5.2006 | 11:52

"Frjókorn valda óvæntum óþægindum

Síðustu daga hefur mælst mjög mikið af birkifrjóum í loftinu yfir Reykjavík. Einnig askfrjó, eikarfrjó og beykifrjó. Þessi frjókorn eru líklega það sem kallast langt að borin, komin alla leið frá laufskógum meginlands Evrópu. Þetta er óvenjulegt ástand og gæti valdið óvæntum óþægindum hjá þeim sem eru með frjóofnæmi, því íslenska birkið er ekki farið að blómstra, samkvæmt upplýsingum frá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Mánudaginn 8. maí fór frjótala fyrir birki í Reykjavík yfir 120 sem er ámóta og hæstu toppar sem mælast hér á birkitíma. Skýringin er sú, að mikið magn af birkifrjóum fylgdi hlýja loftmassanum frá Evrópu sem hér hefur ríkt undanfarna daga."
banner2