Fréttir

08.05.2006

Ókeypis gróðursetningarnámskeið hjá SR í Heiðmörk 11. maí

Skógræktarfélag Reykjavíkur býður upp á ókeypis námskeið í gróðursetningu trjáa fimmtudaginn 11. maí milli kl. 17.00 og 19.00 í Heiðmörk.

Auður Jónsdóttir garðyrkjufræðingur mun fræða og sýna mismunandi gróðursetningaraðferðir, frágang og áburðagjöf, ásamt því að veita æfingu í þessum verkum. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá græðling út á hlið, en frost hefur lyft honum upp úr jarðveginum eftir gróðursetningu. Hér er kjörið tækifæri til að læra hvernig á að bera sig að til að koma í veg fyrir slík vandamál og hvetjum við því áhugasama til að nota tækifærið og nema fræðin hjá fagmanni í fögru umhverfi Heiðmerkurinnar. Frekari upplýsingar má finna á vef Skógræktarfélags Reykjavíkur.

(Ingimundur Stefánsson)
banner4