Fréttir

08.05.2006

Landbæting með skógrækt og landgræðslu

RatRattan Lal, einn fremsti vísindamaður í samspili landkosta og loftslagsbreytinga, flytur fyrirlestur um loftslagsbreytingar af mannavöldum, hnignandi vistkerfi, jarðvegseyðingu og afleiðingar þessa á heilsu lands og getu þess til að brauðfæða jarðarbúa. tan Lal, einn fremsti vísindamaður í samspili landkosta og loftslagsbreytinga, flytur fyrirlestur um loftslagsbreytingar af mannavöldum, hnignandi vistkerfi, jarðvegseyðingu og afleiðingar þessa á heilsu lands og getu þess til að brauðfæða jarðarbúa. Kolefnisbinding í gróðri og jarðvegi með skógrækt og landgræðslu er einn þeirra þátta sem beint er gegn þessum vanda, og mun prófessor Lal ræða við hagsmunaaðila og vísindamenn íslenska um þessi mál á meðan dvöl hans stendur.

Háleitar spurningar

Frá þessu er sagt á vefnum landbunadur.is. Þar segir að Rattan Lal (mynd: Ohio State University) varpi fram þeirri spurningu hvort hægt sé að skapa Íslandi þá stöðu að verða fyrirmynd annarra þjóða með því að losa hér ekki meira af gróðurhúsategundum en hægt sé að binda með bætingu landgæða.

Það er skrifstofa forseta Íslands sem býður upp á fyrirlesturinn í fyrirlestraröðinni Nýir straumar, og verður hann haldinn í fundarsal Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8 í Reykjavík 10. maí kl. 16.00. Öllum er heimill aðgangur. Frekar má fræðast um fyrirlesturinn hér.
banner5