Fréttir

13.03.2006

Færa þarf skógræktarlöggjöfina til nútímans

Brynjólfur Jónsson, skógfræðingur og framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, flytur hér erindi sitt á ráðstefnunni 'Skógar í þágu lýðheilsu á Íslandi' s.l. laugardag. Mynd: Ingimundur Stefánsson.

Búa þarf skógræktarsvæði á höfuðborgarsvæðinu betur svo auðveldara verði fyrir almenning að nýta sér svæðin til útivistar, segir Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands, sem vill fá meira fjármagn frá ríkinu til skógræktarfélaga svo hægt sé að hlúa að útivistarsvæðunum og gera þau aðgengilegri. Á laugardag fór fram ráðstefna þar sem rætt var um margvígslega hagi af skógræktarsvæðum og áhrif á heilsufar. Segir Brynjólfur þetta vera í fyrsta skipti sem fjallað er um málefni lýðheilsu og skóglendis saman hér á landi og margt athyglisvert komið fram. Hann segir Íslendinga vera eftirbáta nágrannaþjóðanna í þessum efnum en þar hafi umræðan staðið í tíu til tuttugu ár og víðast séu skógar notaðir í meiri mæli til heilsuræktar en hér á landi. "Löggjöfin í nágrannalöndunum er með allt öðrum hætti hvað varðar útivistarþáttinn. Hér er nánast úrelt skógræktarlöggjöf, yfir fimmtíu ára gömul og á einfaldlega ekki við í þjóðfélaginu í dag."

(Frétt á baksíðu Morgunblaðsins í dag, mánudaginn 13. mars)
banner5