Fréttir

02.03.2006

Skógardvöl sem endurhæfingarform fyrir þunglynda - á ráðstefnu um lýðheilsu og skóga 11. mars

Desiree Jacobsson mun halda fyrirlestur um reynslu Svía af endurhæfingu þunglyndissjúklinga í skógarumhverfi á ráðstefnu er Rannsóknarstöð Skógræktarinnar á Mógilsá, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Skógaræktarfélag Íslands standa saman að. Ráðstefnan fjallar um lýðheilsu og skóga, og verður haldin í Öskju, húsi náttúrufræðibrautar Háskóla Íslands eftir hádegi 11. mars, í tengslum við fulltrúafund skógræktarfélaganna innan SÍ.

Á ráðstefnunni verður m.a. rætt hvernig áhrif skógar, nálægð við þá og dvöl í þeim getur haft á mannfólk. Haldnir verða fyrirlestrar umtilgang skógræktar í nágrenni þéttbýlissvæða, geðræn áhrif skóga og skógardvalar, sýn íbúa Reykjavíkur á þætti lýðheilsu, hlutverk skóglenda Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk í lýðheilsu, viðhorfi og notkun íslendinga á skógum og hlutverki og notkun þéttbýlisskóga í Evrópu. Meðfylgjandi mynd sýnir skokkara á ferð með barn sitt í skógi, vinsæl tómstundaiðja þar sem skógar eru í nágrenni þéttbýlis  (Mynd: ©Ingimundur Stefánsson/S.r.).

Drög að dagskrá er að finna hér.

Skógræktarfélag Íslands sagði frá.
banner2