Fréttir

31.01.2006

Máttur myglunnar á Fræðaþingi landbúnaðarins 2. og 3. febrúar

Fræðaþing Landbúnaðarins verður haldið í fundarsal Íslenskrar erfðagreiningar og á Hótel Sögu dagana 2. og 3. febrúar næstkomandi.

Eins og fyrri ár verður þar komið víða við í tengslum við skógrækt. Meðal erinda eru:

  • Nýsköpun landbúnaðar – skógrækt
  • Náttúrunýting – nýting náttúrulegra gæða landsins
  • Ísig vatns í jarðveg: Áhrif gróðurs og frosts
  • Íslenskar rannsóknir á vatnshringrás skóga
  • Skógvatn=áhrif skógræktar á vatnsgæði, vatnshag og vantalíf
  • Vistfræði evrópskra skóga og áhrif þeirra á umhverfið
  • Trjákynbótaverkefnið Betri tré
  • Svepprót í skógrækt – máttur myglunnar

Einnig verða fræðandi veggspjöld í ráðstefnusölum Hótel Sögu á sama tíma.

Vetrarfagnaður Fræðaþings verður jafnframt haldinn í Sunnusal á Hótel Sögu að kvöldi 2. febrúar.

Dagskrá þingsins og skráningu má nálgast hér http://www.hvanneyri.is/landbunadur/wglbhi.nsf/key2/rjor6jejkh.html
banner3