Fréttir

14.12.2005

Jólatrjásala Skógræktar ríkisins og jólatrjáahögg á Vesturlandi

Jólatrjásala Skógræktar ríkisins og jólatrjáahögg á Vesturlandi helgina 17.-18. des| 14.12.2005 |

Hversu stórt tré viltu hafa í stofunni hjá þér? Ef þú vilt slá manninum á myndinni við þá er bara að mæta á jólatrjáasölu Skógræktar ríkisins á Vesturlandi, Hvammi í Skorradal helgina 17. – 18. des. frá kl. 11:00 – 17:00. 

Einstaklingum gefst einnig kostur á að höggva sín eigin tré í Selskógi í Skorradal sömu helgi á sama tíma.

Ath. Ekki er tekið við greiðslukortum.
banner3