Fréttir

23.11.2005

Tilboð í grisjun

Héraðsskógar fyrir hönd ábúenda á Strönd leita eftir tilboði í grisjun í lerkiskógi á Strönd:

Bilun á 6,2 ha.
Meðal þéttleiki er 4400 tré/ha fyrir grisjun, á að vera 1500 tré/ha eftir grisjun.

Grisjun á 5,7 ha.
Meðal þéttleiki fyrir grisjun er 3700 tré/ha, á að vera1500 tré/ha eftir grisjun.
Meðal bolrúmmál 15 lítrar.
Afkvista skal allt efni sem er lengra en 2 m og 5 cm í toppþvermál eða sverara. Afkvistun greina skal vera slétt við bol og saga skal eins nærri jörð og unnt er. Öll tré skal fella að vegi og draga þau saman í búnt eftir spilrásum.

Tryggingar
Verktaka ber að sjá til þess að tryggingar séu í lagi fyrir sig og sína starfsmenn sem og lögbundnar tryggingar. Verkkaupi ber ekki ábyrgð á tjóni á vélum og slysum sem kunna að hljótast af umræddu verki. Þeir sem vinna að grisjuninni skulu hafa tilhlýðilega þekkingu á grisjunarvinnu og óheimilt er að einn maður sé við vinnu með keðjusög í skógi.

Verktími
Æskilegt er að grisjun hefjist sem fyrst.

Tilboðum skal skila til skrifstofu Héraðsskóga fyrir 30 nóvember.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.

Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Héraðsskóga s. 4712184.
banner1