Fréttir

23.11.2005

Vel hepnaður fræðuslu- og umræðufundur

Mjög vel var mætt á fræðslu- og umræðufund Héraðs- og Austurlandsskóga s.l. fimmtudag, en um 50 manns kom á Hótel Hérað. Almenn bjartsýni var á meðal fundargesta er niðurstöður mastersverkefnis Agnesar Bráar um þéttleika og gæði 10-15 ára gamalla lerkitrjáa á Héraði voru kynntar.

Einnig vakti sérlega athygli myndasýning sem sýnir ákveðin gróðursetningarsvæði á Héraði árið 1995 og svo aftur í dag. Skemmtilegt er að sjá hvernig skógurinn hefur vaxið á síðustu 10 árum og ekki sýst er gaman að sjá hvernig hinn náttúrulegi gróður hefur tekið við sér eftir að land var friðað. Þökkum við fyrir mikinn áhuga og góðar fyrirspurnir.

Fyrir þá sem vilja skoða mastersverkiefnið nánar er bent á að hægt er að sækja það á heimasíðu UMB, http://www.nlh.no/ina/studier/oppgaver/2005-Birgisdottir.pdf
banner3