Fréttir

21.11.2005

Frekari fróðleiksmolar úr skýrslu FAO um stöðu skóga á jörðu 2005

Ýmsan fróðleik er að finna í skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) er nefnist Global Forest Resources Assessment 2005. Aðalatriði skýrslunnar er að finna hér, en heildarskýrslan verður fáanleg í janúar 2006.

Skógareyðing með tilliti til ræktunar er 7,3 milljónir hektara skóglendis á ári

Skógar hylja 30% lands á jörðu, eða tæplega 4000 milljónir hektara lands. Skógareyðingin nemur heilum 13 milljónum hektara á ári. Hins vegar hefur hægt á eyðingunni m.a. vegna skógræktar, endurheimtar landslags og sjálfsáningar. Eyðing umfram endurnýjun eða skógrækt hefur minnkað um 1,6 milljónir á ári frá árinu 2000.

Eyðingin er mest í Afríku og Suður-Ameríku, en skógar stækka að umfangi í Evrópu, sem og Asíu. Er það fyrst og fremst vegna mikillar trjáræktar í Kína.

22% skógræktar í heiminum til jarðvegs- og vatnsverndar ? 1% meira en 1990

Skógrækt á 30,8 milljónum hektara lands á sér fyrst og fremst stað í þeim tilgangi að vernda jarðveg fyrir foki og rofi, sem og stýra vatnsbúskap og hefur hækkað sem nemur. Alls er nytjaskógrækt á um 140 milljón hektara lands eða sem nemur 3,8% alls skóglendis.

  • Einungis rúmur einn þriðji hluti skóga jarðar er ósnortinn af mönnum
  • Heildarbinding kolefnis í skógum er 283 Gígatonn - minnkun bindingar er hins vegar 1,1 Gígatonn árlega
  • 84% skóglendis á jörðu er í almannaeigu ? einkaeign á skógum fer aukandi
  • Hæsta hlutfall skóga í einkaeigu er í Suður-Ameríku og á Kyrrahafseyjum (Oceania)
  • 11% allra skógarsvæða eru tileinkuð viðhaldi líffræðilegrar fjölbreytni
  • Fjölnýting skóga (s.s. viðar- og skógarafurðanýting, jarðvegs- og vatnsvernd, útivist) á sér stað á helmingi skógarsvæða
  • Viðartaka úr skógum nemur 0,69% af heildarrúmmáli trjáa
  • Verðmæti hráviðar fer lækkandi en verðmæti annarra skógarafurða hækkar
  • 72% skóga í Vestur-Evrópu eru nýttir félagslega (útivist og kennsla)banner5