Fréttir

21.11.2005

Ísland hefur fæstu innlendu trjátegundir landa jarðar

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um stöðu skóga á jörðu: Global Forest Resources Assessment 2005.  Einungis þrjár innlendar trjátegundir er að finna á Íslandi, birki, reyniviður og blæösp. Brasilía í hins vegar metið í fjölda slíkra trjáa, eða 7780 náttúrulegar trjátegundir.

Skýrslan er sögð viðamesta safn upplýsinga um ástand skóga jarðar hingað til , en FAO gefur út slíkar skýrslur á 10 ára fresti. Safnað var gögnum í 229 löndum, og skilaði Arnór Snorrason skógfræðingur á Mógilsá inn gögnum fyrir hönd Skógræktar ríkisins.

Frekari fróðleik um náttúruskóga á Íslandi má nálgast af vefsíðum Skógræktarinnar með því að smella hér. Ýmsa fróðleiksmola úr skýrslu FAO má finna í frétt hér að ofan. Aðalatriði skýrslunnar má finna hér á heimasíðu FAO.
banner2