Fréttir

15.11.2005

Fræðslu og umræðufundur

Næstkomandi fimtudag standa Héraðs- og Austurlandsskógar fyrir fræðslu- og umræðufundi í tilefni af útkomu ársskýrslu verkefnanna. Fundurinn er öllum opinn og okkur þætti vænt um ef þú sæir þér fært að mæta. Fundurinn er haldinn á Hótel Héraði og hefst klukkan 20:00. Þá verða kaffiveitingar á boðstólnum.

Dagskrá:

Útkoma ársskýrslu
Svipmyndir úr starfinu.

Þéttleiki og gæði 10-15 ára gamalla lerkiskóga á Héraði
Agnes Brá Birgisdóttir MSc. í skógfræði og skógræktarráðunautur Héraðsskóga kynnir niðurstöður masteraverkefnis sem hún vann við Landbúnaðarháskólann á Ási í Noregi.

Hverju breyta 10 ár í skógrækt?
Jóhann F. Þórhallsson verkefnastjóri Austurlandsskóga kynnir og sýnir myndir sem teknar voru með 10 ára millibili í landslagi þar sem skógrækt er stunduð.

Umræður


Af gefnu tilefni viljum við minna á skil vegna haustuppgjörs.
banner3