Fréttir

07.11.2005

Nýr skógræktarsamningur á Vopnafirði

Síðastliðinn fimmtudag undirritaði sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, Þorsteinn Steinsson, skógræktarsamning við Austurlandsskóga vegna framkvæmda á jörðinni Þorbrandsstöðum í Hofsárdal. Land það sem um er að ræða er mólendi í vestanverðum Þorbrandsstaðahálsi ofan og utan við það land sem búið er að skipuleggja sem sumarbústaðaland. Búið er að gróðursetja um 70 þúsund plöntur í land Þorbrandsstaða á vegum félagsskapar sem kallar sig Landbót og byrjaði að gróðursetja á jörðinni eftir 1990.
banner2