Fréttir

16.10.2005

Skotveiði óheimil á útivistarsvæðum Skógræktar ríkisins víða um land

Þjóðskógar skógræktar ríkisins eru vinsæl útivistarsvæði manna og griðlönd dýra. Skotveiði á mörgum þessara svæða fer illa saman við útivistarhlutverk þeirra og er hún því víða með öllu óheimil. Ekki er aðeins verið að friða rjúpur í skógunum heldur að tryggja því fólki, sem kýs að sækja sér næði og frið í skjóli skógana, öryggi. Ennfremur er fólk að störfum í skógunum allt árið og mikilvægt að koma í veg fyrir slys.

Á listanum sem hér fylgir eru upplýsingar um hvar skotveiði er óheimil.

Suðurland: Þjórsárdalur í Gnúpverjahreppi, Haukadalur í Biskupstungum, Tumastaðir og Múlakot í Fljótshlíð og skóglendi sem S.r. hefur umsjón með á Þingvöllum.

Vesturland: Stálpastaðir, Sarpur, Bakkakot, Vatnshorn, Stóra-Drageyri, Selskógur og Efstibær í Skorradal. Auk Norðurtunguskógar, Jafnaskarðsskógar, Laxaborg, Skógar og Ytra-Fell.

Norðurland: Vaglaskógi, Þórðarstaða- og Belgsárskógi, Sigríðarstaðaskógi í Fnjóskadal. Veiðileyfi eru seld í Sjóbúðinni á Akureyri í Mela- og Skuggabjargaskóg í Fnjóskadal.

Austurland: Hallormsstaðaskógur neðan skógarmarka.

Fólk er hér eftir sem hingað til hvatt til að nýta sér þjóðskógana víða um land til útivistar.
banner4