Fréttir

19.10.2005

Þóri Þorfinnssyni færður Héraðsskógahnífur

Í tilefni af aldarfriðun Hallormsstaðarskógar var Þóri Þorfinnssyni skógarverði á Hallormsstað færður Héraðsskógahnífur. Þór hefur unnið ötullega að skógrækt á svæðinu og hefur hann veitt Héraðsskógaverkefninu vel úr viskubrunni sínum. Hnífurinn er því þakklætisvottur um gott samstarf í gegnum árin og með von um áframhaldandi gott samstarf.

Héraðsskógahnífurinn er búin til af listasmiðunum á Miðhúsum og var hann gefinn í fallegri öskju úr lerki. Hnífurinn er eingöngu gefin við sérstök tækifæri og má geta þess að hnífur nr. 1 er í eigu Steingríms J. Sigfússonar en hnífurinn hans Þórs er nr. 22.  
banner1