Fréttir

06.09.2005

Norræn öndvegistengslanet á sviði skógræktarrannsókna

NORRÆNAR FRÉTTIR

 
Norrænir skógvísindamenn mynda tengslanet (2005-03-07)
 
Á árinu 2005 hafa 4 tengslanet verið mynduð á vegum SNS (Samstarfsnefndar um norrænar skógræktarrannsóknir). Þátttakendur í tengslanetunum eru rannsóknastofnanir frá öllum Norðurlöndunum. Í þremur netanna eru einnig þátttakendur frá Eystrasaltsríkjunum.

SNS hefur nú þegar veitt 1,5 milljónum norskra króna fyrir árið 2005 til þess að stofna til og reka tengslanetin og vilyrði hefur verið gefið fyrir fjárveitingum næstu fjögur árin.

Markmiðið með stofnun tengslanetanna eða Centers of advanced research (CAR) er að samnýta norræna menntun og rannsóknir á sviði skógræktar á sem hagkvæmastan hátt með því að stuðla að samræmingu og komast þannig hjá tvíverknaði.

Verkefnið var fyrst auglýst vorið 2004 og var áhersla lögð á eftirfarandi atriði:
- Erfðafræði skóga og trjákynbætur
- Rekstrartækni í skógrækt
- Skóg, vatn og líffræðilegur fjölbreytileiki
- Skógrækt í nágrenni byggðar
- Sjúkdómar í trjám/skógardauða
- Efnisfræði trjáa

Fimm umsóknir bárust áður en frestur rann út og voru þær teknar fyrir í stjórn SNS haustið 2004. Fjórar af fimm umsóknum fengu styrk og er nú verið að byggja upp tengslanetin.

(þýð.: ERE)
banner1