Fréttir

28.08.2005

Búfjárbeit stendur skógrækt fyrir þrifum

Bjartmar Sveinbjörnsson, prófessor í skógvistfræði við Alaskaháskóla, segir beit helstu orsök þess að íslenskir skógar eru ekki stærri en raun ber vitni. Með því einu að koma í veg fyrir beit væri unnt að stækka íslenska skóga verulega.

Bjartmar Sveinbjörnsson, plöntuvistfræðingur og prófessor við Alaskaháskóla og fleiri sérfræðingar, hafa gert skógarmarkarannsóknir í Alaska, Svíþjóð og á Íslandi. Bjartmar kynnti rannsóknir sínar á ársfundi Skógræktarfélags Íslands í dag.

Næringarskortur virðist helsta orsök þess hvar skógarmörk liggja í N-Svíþjóð að sögn Bjartmars, í Alaska eru það hins vegar mun fleiri þættir sem hafa áhrif m.a. veðurfar, eins og byljir á veturna og vindskemmdir auk skógarelda að sumarlagi. Dýr skemma einnig skógana í Alaska. Á Íslandi sýna rannsóknir að búfjárbeit en ekki veðurfar hefur helstu áhrif á skógarmörkin.
 Heimild: RUV, 27/8 2005banner5