Fréttir

11.08.2005

Mógilsá kynnt í "Samfélaginu í nærmynd"

Í dag, fimmtudaginn 11. ágúst, var þátturinn "Samfélagið í nærmynd" á Rás 1 ríkisútvarpsins tileinkaður starfsemi rannsóknastöðvarinnar á Mógilsá.

Þátturinn er í umsjón Leifs Haukssonar og Björns Friðriks Brynjólfssonar. Í þættinum var rætt við sérfræðingana Aðalstein Sigurgeirsson, Bjarna Diðrik Sigurðsson, Guðmund Halldórsson, Eddu S. Oddsdóttur, Halldór Sverrisson og Ólaf Eggertsson.banner3